Umhleypingar og vætutíð

Kort/Veðurstofa Íslands

Hæglætisveður verður á landinu í dag en í kvöld fer að hvessa að austan og á morgun er spáð roki og rigningu víða á landinu. Síðan er búist við umhleypingum og vætutíð fram yfir helgi, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

„Sunnan gola eða kaldi og smáskúrir í dag, en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Hiti 2 til 8 stig. Vaxandi austanátt og fer að rigna sunnan til á landinu í kvöld. Austan og norðaustan 8-15 og rigning á morgun, einkum á Suðausturlandi. Hægari og dregur úr vætu síðdegis, en allhvöss vestanátt suðvestanlands annað kvöld. Síðan er búist við umhleypingum og vætutíð fram yfir helgi, en lítilli úrkomu á Norðausturlandi,“ segir í hugleiðingum.

Veðurspá fyrir næstu daga

Sunnan 3-10 m/s og skúrir, en víða léttskýjað N- og A-lands. Hiti 0 til 8 stig. Vaxandi suðaustanátt og rigning á S-landi seint í kvöld. 
Austan og norðaustan 8-15 og rigning á morgun, einkum SA-til. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu, en gengur í allhvassa vestanátt SV-lands annað kvöld.

Á þriðjudag:

Austan og norðaustan 8-13 m/s og rigning, einkum suðaustan til á landinu. Hiti 1 til 8 stig. Hægari og úrkomuminna síðdegis. 

Á miðvikudag:
Vestan 8-15 og skúrir eða él, en þurrt SA- og A-lands. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst. 

Á fimmtudag:
Sunnan 10-15 og rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hiti víða 5 til 10 stig. 

Á föstudag:
Suðvestanátt og skúrir, en þurrt A-lands. S-lægari og rigning á S- og V-landi um kvöldið. Hiti 2 til 7 stig. 

Á laugardag:
Suðvestanátt með rigningu og síðar skúrum, en úrkomulítið A-lands. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast austast. 

Á sunnudag:
Vestanátt og skúrir eða él, en bjartviðri A-lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert