Ákvörðun um lögbann ekki tekin í dag

Á vefn­um tekjur.is er hægt er að fletta upp tekj­um …
Á vefn­um tekjur.is er hægt er að fletta upp tekj­um og skatta­upp­lýs­ing­um allra Íslend­inga 18 ára og eldri, gegn greiðslu áskrift­ar­gjalds. mbl.is/Golli

Ákvörðun um hvort lögbann verði sett á vefsíðuna tekjur.is verður ekki tekin í dag. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir að fara þurfi yfir mikinn bunka af skjölum í málinu og að engin ákvörðun liggi fyrir.

Ruv.is greindi fyrst frá.

Ingvar Smári Birgisson, lög­fræðing­ur og formaður Sam­bands ungra sjálf­stæðismanna, krafðist í gær lögbanns á tekjur.is. Á vefn­um er hægt er að fletta upp tekj­um og skatta­upp­lýs­ing­um allra Íslend­inga 18 ára og eldri, gegn greiðslu áskrift­ar­gjalds, en Visku­brunn­ur ehf. er rekst­araðili síðunn­ar.

Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið sé ekki sérstakt forgangsmál. Hins vegar sé eðli málsins samkvæmt reynt að taka lögbannsmál fyrir eins hratt og auðið er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka