Dómstóla að skera úr um brot á sæmdarrétti

Verk Sigurjóns Ólafssonar á vegg hússins í Síðumúla 20.
Verk Sigurjóns Ólafssonar á vegg hússins í Síðumúla 20. mbl.is/Guðmundur Ingólfsson

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, telur ekki við hæfi að hún tjái sig efnislega um afdrif lágmyndar Sigurjóns Ólafssonar á húsinu við Síðumúla 20. Vísar ráðherra á höfundarréttarnefnd og telur að það sé dómstóla að skera úr um hvort sæmdarréttur hafi verið brotinn.

Morgunblaðið greindi frá því á dögunum að verk Sigurjóns væri nú falið bak við klæðningu á húsinu auk þess sem gluggi hefði verið settur í gegnum verkið. Rétthöfum höfundarréttar var ekki gert viðvart að til stæði að eyðileggja verkið svo hægt væri að skrá það, taka af því mót eða grípa til annarra ráðstafana. Ekkja Sigurjóns, Birgitta Spur, sagði þennan verknað „óafturkræfa eyðileggingu“. Húsið er í eigu Eikar fasteignafélags.

Morgunblaðið sendi Lilju ítarlega fyrirspurn um málið. Var Lilja meðal annars spurð hvort hún teldi að sæmdarréttur hefði verið brotinn þegar verkið var eyðilagt, hvort hún myndi beita sér í málinu og hvort hún teldi rétt að láta kortleggja útilistaverk svo þessi saga endurtæki sig ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert