Aðgerðir vegna aukningar í nýgengi örorku

Nýgengi örorku og fyrirbyggjandi aðgerðir voru til umræðu á Þingvöllum á K100 í morgun en gestir Páls Magnússonar, þingmanns og þáttastjórnanda, voru þau Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingarsjóðs, og Þórunn Gunnarsdóttir, iðjuþjálfi frá Virk.

Ásmundur greindi frá því að frumvarp verði lagt fram á Alþingi um breytingar á almannatryggingakerfinu til þess að hvetja fólk og auðvelda því að komast aftur á vinnumarkað en á árinu 2016 var nýgengi örorku í fyrsta sinn meiri en náttúruleg fjölgun starfsfólks á vinnumarkaði. Ásmundur sagði einnig þverpólitískan hóp vinna að tillögum um hvernig megi koma börnum með fjölþættan vanda fyrr til aðstoðar og væntir hann þess að hópurinn skili af sér tillögum næsta sumar.

Vigdís ræddi meðal annars um að í Danmörku sé fólk greint mun síðar með örorku þar sem örorka hefði varanlegt yfirbragð, en ungt fólk í Danmörku fær stuðning frá hinu opinbera án slíkrar greiningar. Hlusta má á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Vigdís Jónsdóttir og Ásmundur Einar Daðason.
Vigdís Jónsdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Skjáskot/K100
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert