Veröldin er ekki á leiðinni til fjandans

Líf segist á hverju kvöld líta í bækur með börnunum …
Líf segist á hverju kvöld líta í bækur með börnunum sínum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Eftir að ég byrjaði í stjórnmálum les ég mest skýrslur og skjöl og úttektir sem tengjast starfinu. Lestrarvenjur mínar taka líka mið af vinnunni því ég gríp gjarnan bækur sem eru á einhvern hátt tengdar því sem ég er að fást við hverju sinni,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og forseti borgarstjórnar Reykjavíkur.

„Núna er ég að lesa bókina Finnsku leiðina eftir Pasi Sahlberg, Emerald Cities eftir Joan Fitzgerald og This Changes Everything eftir Naomi Klein, sem kom reyndar nýlega út á Íslandi og heitir Þetta breytir öllu – kapítalisminn gegn loftslaginu í þýðingu Jóhannesar Ólafssonar.

Í kringum jólin og þegar tími gefst til að setjast niður og slaka á les ég frekar ljóð og skáldsögur, gjarnan góða krimma. Ég nýti líka tímann þegar ég er á ferðalögum og tek þá gjarnan með eina bók – en bara eina – sem ég reyni að klára á ferðalaginu.“

Sjá samtal við Líf í heild í Morgunblaðinu í dag og samtöl um sama efni við séra Svein Valgeirsson sóknarprest við Dómkirkjuna og Magnús Lyngdal Magnússon sagnfræðing og sérfræðing hjá Ríkisendurskoðun.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert