Sigurður Magnús hættir hjá WOW

Framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW er meðal annars ábyrgur fyrir flugrekstrarleyfi.
Framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW er meðal annars ábyrgur fyrir flugrekstrarleyfi. AFP

Til stendur að framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air, Sigurður Magnús Sigurðsson, láti af störfum hjá flugfélaginu innan nokkurra vikna, en hann hóf störf hjá WOW í lok sumars 2015.

Þetta kemur fram á vef Túrista.is og staðfestir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, þetta við mbl.is

Áður en Sigurður Magnús hóf störf hjá WOW hafið hann gegnt stöðu flugrekstrarstjóra hjá Atlanta og mun hann vera aftur á leið til starfa hjá Atlanta, að sögn Svanhvítar.

Framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW er meðal annars ábyrgur fyrir flugrekstrarleyfi og mun Sigurður áfram sinna starfi sínu hjá flugfélaginu þar til eftirmaður hans finnst. Gert er ráð fyrir því að nokkrar vikur taki að ráða í starfið og verður það auglýst innanlands sem utan á næstu dögum.

Sigurður Magnús Sigurðsson.
Sigurður Magnús Sigurðsson. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert