Framtakssamir vinir með leiklistarbakteríu

Arnaldur Halldórsson og Matthías Davíð Matthíasson, láta verkin tala og …
Arnaldur Halldórsson og Matthías Davíð Matthíasson, láta verkin tala og sýna leikritið Gosa á laugardag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Matti kom með hugmyndina að setja upp leikritið Gosa eftir Karl Ágúst Úlfsson, sem byggði leikritið á sögu Carlo Collodi. Verkið var sýnt á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu og það var ekkert mál að fá leyfi hjá Karli Ágústi til að nota verkið hans,“ segir Arnaldur og Matthías Davíð skýtur inn í samtalið að þeir vinirnir séu hálfgerðir Gosar.

Arnaldur Halldórsson, er 12 ára og Matthías Davíð Matthíasson, er 14 ára. Þeir kynntust þegar þeir tóku þátt í Jólagestum Björgvins í fyrra en Arnaldur var þá Jólastjarnan og Matthías Davíð í leikarahópnum.

„Okkur langaði að gera eitthvað saman og ákváðum að setja upp Gosa án nokkurrar aðstoðar frá fullorðnum. Við byrjuðum strax að skrifa niður handritið og söngtextana og redda öllum lögunum og undirspilinu úr sýningunni. Við fengum strax leyfi frá Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni til þess að nota tónlistina hans sem var notuð í leikrit Karls Ágústs í Borgarleikhúsinu,“ segir Matthías Davíð og bætir við að í uppfærslu Borgarleikhússins hafi níu fullorðnir og fimm börn leikið í sýningunni.

„Af því að við erum bara tveir þurftum við að breyta sýningunni. Ég leik Gosa,“ segir Arnaldur. „Og ég leik restina, þrjú hlutverk,“ bætir Matthías Davíð við.

Sjá samtal við Arnald og Matthías Davíð í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert