Stal farangri ferðamanna

mbl.is/Sigurgeir

Brotist var inn í þrjár bifreiðar á rúmum tveimur tímum í gær í miðborginni og stolið farangri erlendra ferðamanna. 

Lögreglan handtók mann á tíunda tímanum í gærkvöldi sem er grunaður um hafa brotist inn í bílana og er hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Lögreglan handtók mann í annarlegu ástandi á veitingahúsi í miðborginni á níunda tímanum í gærkvöldi. Hann er vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ástands en hann er einnig grunaður um vörslu fíkniefna.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi stöðvaði lögreglan för ökumanns í hverfi 111 sem er grunaður  um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án þess að hafa öðlast ökuréttindi.

Upp úr eitt í nótt var síðan annan ökumaður sem grunaður er um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna stöðvaður í Grafarvogi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert