Landsprent í Stjörnuklúbbi prentsmiðja

Manfred Werfel, aðstoðarforstjóri WAN-IFRA, afhenti Guðbrandi Magnússyni, framkvæmdastjóra Landsprents, viðurkenningarskjöl …
Manfred Werfel, aðstoðarforstjóri WAN-IFRA, afhenti Guðbrandi Magnússyni, framkvæmdastjóra Landsprents, viðurkenningarskjöl og verðlaunagrip í tilefni þess að Landsprent var útnefnt í stjörnuhóp bestu blaðaprentsmiðja heims. Á myndinni eru f.v. Ólafur Brynjólfsson, fv. gæðastjóri Morgunblaðsins, Guðbrandur Magnússon, Manfred Werfel og Gylfi Guðjónsson, verkstjóri í Landsprenti.

Alþjóðleg samtök blaðaútgefenda, WAN-IFRA, hafa útnefnt Landsprent, prentsmiðju Morgunblaðsins, í svokallaðan Stjörnuklúbb („Star Club“) bestu blaðaprentsmiðja heims. Þar eru fyrir einungis 48 prentsmiðjur víðs vegar um heim.

Í stjörnuhópinn komast aðeins þær prentsmiðjur sem hafa sannað stöðug gæði í prentun með því að ná góðum árangri í alþjóðlegri gæðasamkeppni WAN-IFRA um langt árabil, líkt og Landsprent hefur gert.

Manfred Werfel, aðstoðarforstjóri WAN-IFRA, kom til Íslands og afhenti Guðbrandi Magnússyni, framkvæmdastjóra Landsprents, viðurkenningarskjöl og verðlaunagrip af þessu tilefni í gær.

Landsprent tók fyrr á árinu þátt í keppninni „International Color Quality Club“ og náði þar mjög góðum árangri. Keppnin byggist á því að prentunin er skoðuð og mæld yfir langt tímabil. Aftarlega í blaðinu er daglega prentaður lítill reitur með mislitum punktum og eru gæði prentunarinnar mæld eftir þeim. En hvað þýðir þessi árangur fyrir Landsprent?

„Hann þýðir að við erum að gera hlutina eins vel og hægt er í svona prentun. Við erum á pari við það besta sem gerist í heiminum og getum tryggt auglýsendum og lesendum gæði sem þeir eiga alltaf að geta treyst. Þetta þýðir líka að við verðum stöðugt að vanda okkur til að standa undir nafni. Það er aldrei lát á því aðhaldi sem við fáum frá WAN-IFRA. Með þessu fyrirkomulagi er tryggt að prentgæðin séu stöðug og eins alla daga. Við stefnum að því að vera áfram í fremstu röð,“ sagði Guðbrandur Magnússon, framkvæmdastjóri Landsprents.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert