Keflavík verði miðstöð flugs yfir N-Atlantshaf

Yfir þúsund farþegar fara að jafnaði um Keflavíkurflugvöll á klukkustund …
Yfir þúsund farþegar fara að jafnaði um Keflavíkurflugvöll á klukkustund í ár. Talan gæti hækkað í tæplega 1.700 um miðjan næsta áratug. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gangi áætlanir Isavia eftir munu 14,5 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll um miðjan næsta áratug. Það samsvarar 40 þúsund farþegum á dag og er 45% aukning frá áætlaðri flugumferð í ár.

Til að ráða við þessa umferð hyggst Isavia fjárfesta fyrir á annað hundrað milljarða á tímabilinu. Til marks um umfangið munu nýbyggingar verða nærri jafn margir fermetrar og samanlagður grunnflötur Kringlunnar og Smáralindar.

Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar, segir tíðindin af WOW air ekki breyta heildarmyndinni í þessum áætlunum.

Íslendingar standi frammi fyrir einstöku tækifæri í alþjóðaflugi. Keflavíkurflugvöllur sé „best staðsetta tengistöðin“ á leið yfir hafið.

Sögulegt tækifæri til vaxtar

„Það skiptir nánast engu máli hvaðan í Bandaríkjunum og hvaðan í Evrópu er flogið, það hentar alltaf að fljúga í gegnum Ísland. Það kemur því bæði til mikil eftirspurn eftir flugi beggja vegna hafsins og einstök staðsetning fyrir tengiflug. Við teljum því að núna sé tækifærið til að verða miðstöð flugs yfir Norður-Atlantshaf og verði það næstu 25 árin,“ segir Guðmundur Daði.

Samkvæmt spánni fjölgar farþegum úr 10 milljónum í ár í 14,5 milljónir á rúmlega næstu sjö árum.

Guðmundur segir fyrst og fremst horft til aukinnar flugumferðar milli Evrópu og Bandaríkjanna. Senn hefjist beint flug WOW air til Indlands. Það sé langtímamarkmið að fá meira beint flug til Asíu, svo sem til Kína, Japans og Suður-Kóreu.

Hann segir áhrifin af gengisveikingu krónunnar farin að birtast í verslun á Keflavíkurflugvelli.

Fjölgi farþegum um 4,5 milljónir má áætla að 4.500 ný störf muni skapast á flugvellinum. Þá skapar uppbyggingin hundruð starfa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert