Fjöldi veitingastaða í pípunum í borginni

Ferðaþjónustan hefur breytt miðborginni.
Ferðaþjónustan hefur breytt miðborginni. mbl.is/Árni Sæberg

Byggingarfulltrúi í Reykjavík hefur í ár afgreitt tugi umsókna sem tengjast veitingarekstri. Samkvæmt athugun Morgunblaðsins hafa 33 verið samþykktar en 5 bíða lokaafgreiðslu. Ein umsóknin varðar fjóra veitingastaði og krá í Kringlunni.

Að öðru leyti er hér horft til miðborgarinnar. Samantektin náði til umsókna sem byggingarfulltrúi afgreiddi frá áramótum. Síðan þá hafa margir staðanna verið opnaðir.

Samkeppnin í veitingageiranum í miðborginni hefur farið harðnandi. Veitingageirinn á því mikið undir að ferðamönnum fækki ekki. Helst þyrfti ferðamönnum að fjölga til að fjárfestingin stæði undir sér. Veiking krónu gæti örvað eftirspurnina.

Aðgangur að fjármagni gæti líka haft áhrif á hvaða staðir lifa af.

Með öllum þessum stöðum breytast margar götur í miðborginni. Til dæmis mun Hverfisgatan festa sig í sessi sem veitingagata. Það sama má segja um Grandagarð.

Slíkur fjöldi veitingastaða útheimtir mörg hundruð manna starfslið. Vitnar það um þá hagsmuni sem veitingageirinn hefur af því að ekki verði bakslag í ferðaþjónustu, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi áform í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert