Ómar Ragnarsson vill að fólk noti plast

Ómar kynnti nýja bók og boðaði nýja lausn við plastvandanum …
Ómar kynnti nýja bók og boðaði nýja lausn við plastvandanum í Veröld í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon
forsíðu Morgunblaðsins í morgun, er Ómar að gefa fólki „snarlpoka“ eins og hann kallar þá.

Hann segir að mótsvarið við plastvandanum sé að nota sömu plastpokana og flöskurnar aftur og ekki bara einu sinni, heldur árum saman. Það gerir hann.

„Ég hef ekki notað nema einn poka og eina flösku í mörg ár,“ segir Ómar í samtali við mbl.is. Sams konar poka gaf hann gestum „ljósmyndaljóðabókartónleikasýningar“ í Veröld, húsi Vigdísar, í kvöld. Hann er að gefa út bók með Friðþjófi Helgasyni.

Piltur dyttar að ýmsu.
Piltur dyttar að ýmsu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðeigandi gjafapoki á viðlíka viðburði

Ómar var í vandræðum með hvaða veitingar skyldi hafa á sýningunni í kvöld því slíkt umstang hefur jafnan í för með sér mikla plastnotkun. Hann brá því á þetta ráð: að gefa fólki poka og flöskur sem þau geta notað um ókomna tíð. Gjafapokinn „snarlpokinn“ sjálfur inniheldur litla kók og Prins póló.

Ómar segir liggja beinast við að í útgáfuhófi bókar sé gefinn Eymundsson poki, eins og sá sem hann á sjálfur. Með þessu er hann að hvetja fólk til þess að minnka plastnotkun: „Af hverju ekki að ráðast að rót vandans og bara nota minna? Ég nota alltaf sömu flösku og ég bara fylli á hana.“

Pokinn er taska og flaskan er drykkjarílátið. „Allir gosdrykkir eru drukknir á þessa fjölnota flösku.“ Ómar kaupir sjálfur 2L Coke Zero flöskur inn á heimilið og hellir því svo á litlu flöskuna og hefur hana með sér út í daginn.

Hér er poki Ómars sjálfs. Hann er síður en svo …
Hér er poki Ómars sjálfs. Hann er síður en svo illa farinn en hefur þó farið víða. Flöskurnar tvær og myndavél komast fyrir í pokanum. Ef aðeins er höfð minni flaskan, kemst líka barnamatur með. Ljósmynd/Ómar Ragnarsson

Fyrsta ljósmyndaljóðabókartónleikasýningin

Ómar og Friðþjófur Helgason eru að gefa út ljóða- og ljósmyndabók með ljóðum eftir Ómar og myndum eftir Friðþjóf. Á sama tíma kemur út diskur með lögum við ljóðin úr bókinni á Spotify og hann verður spilaður í hófinu í kvöld, sem sagt er að verði „margslungin hljóðræn og sjónræn kynning“ á þessu verki.

Lögin eru öll úr smiðju Ómars en nær allar myndirnar hefur Friðþjófur, helsti samverkamaður Ómars um árabil, lagt til og búið með þeim til samfellda heild. Vigdísi Finnbogadóttur verður afhent eintak af bókinni á morgun enda „ansi mörg ljóð þarna tileinkuð henni“ segir Ómar við mbl.is.

Farangurinn sem veislugestir tóku með sér heim af ljósmyndaljóðabókartónleikunum á …
Farangurinn sem veislugestir tóku með sér heim af ljósmyndaljóðabókartónleikunum á að endast um aldur og ævi. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert