Uppbygging íbúðarhúsnæðis í beinni

Á fundi um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík verður dregin upp …
Á fundi um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík verður dregin upp heildstæð mynd af framkvæmdum og framkvæmdaáformum á húsnæðismarkaði í Reykjavík. mbl.is/Golli

Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins kynningarfundar í ráðhúsinu í dag um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Á fundinum verður dregin upp heildstæð mynd af framkvæmdum og framkvæmdaáformum á húsnæðismarkaði í Reykjavík.

Fund­ur­inn stend­ur frá klukkan 9 til 11 og er hægt að fylgj­ast með hon­um í beinni út­send­ingu hér fyr­ir neðan.

Áfundinum verður lögð áhersla á samþykkt verkefni og framkvæmdir sem eru nýlega hafnar, en einnig verður gefin innsýn í verkefni á undirbúningsstigi. 

Ásamt erindi frá borgarstjóra verður ný greining á fasteignamarkaðinum kynnt sem Capacent vann fyrir Reykjavíkurborg, en sambærileg greining var unnin fyrir tveimur árum. Snædís Helgadóttir, ráðgjafi hjá Capacent, kynnir. 

Fundarstjóri er Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert