17,3 gráður á Ólafsfirði

Ólafsfjörður. Það er gríðarlega hátt hitastig í Fjallabyggð miðað við …
Ólafsfjörður. Það er gríðarlega hátt hitastig í Fjallabyggð miðað við tíma árs. Stormur gengur yfir landið. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hitinn var hæstur á landinu í Fjallabyggð, þrátt fyrir mikið rok og rigningu. Á Ólafsfirði hefur hann náð upp í 17,3° og á Siglufirði 17°.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ræðir þessa „baráttu“ á Facebook-síðu sinni. Stormur hefur gengið yfir landið en vindarnir koma það langt að sunnan, að hitastig eru víðast hvar hærri en búast mætti við.

Storminn á ekki að lægja í nánustu framtíð, segir Veðurstofan. Einar segir enda að „keppnin haldi áfram til morguns“ og vísar til þess að áfram verði hitastig hátt á þessum slóðum.

Hann bendir á að hæsti mældi nóvemberhiti sé 22,0 stig, á Dalatanga 1999. Að öðru leyti verða svona hitastig á þessum tíma árs að teljast harla óvenjuleg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert