„Á von á því versta“

Örn segir engin eldfim efni vera í fyrirtækinu, sem selur …
Örn segir engin eldfim efni vera í fyrirtækinu, sem selur járnbindivélar og þjónustar. „Það var mikið af járni, en líka mikið af plastíhlutum og þeir eru brennanlegir.“ mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir að enginn var í húsinu,“ segir Örn Gunnlaugsson, sem sá um rekstur fyrirtækisins Bindvírs sem er í húsinu sem brann á Hvaleyrarbraut 39 í nótt.  Fyrirtækið er á neðri hæð hússins. Nú í morgun var búið að rýma burt efri hæðinni þar sem eldurinn kviknaði. Um tíuleytið í morgun logaði enn eldur í neðri hæðinni.

„Það er bara gifsveggur á milli okkar og bifreiðaverkstæðisins [á neðri hæðinni] þar sem eldfim efni eru, og ég á von á því versta.“

Örn, sem sér um reksturinn í fjarveru bróður síns sem er erlendis, hefur ekki enn farið á staðinn. Hann er þó búinn að vera í sambandi við slökkviliðið. „Ég var í sambandi við þá um miðnætti og svo aftur um tvö í nótt til að gefa upplýsingar um aðstæður á staðnum, hvort að það væru einhverjar gildrur þarna sem menn gætu horfið ofan í. “ Hann segist hafa boðist til að koma ef það væri eithvað sem hann gæti aðstoðað með varðandi upplýsingagjöf. „Annars var það mitt mat að þeir þyftu bara sitt rými.“

Hann segir engin eldfim efni vera í fyrirtækinu, sem selur járnbindivélar og þjónustar. „Það var mikið af járni, en líka mikið af plastíhlutum og þeir eru brennanlegir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert