Sögupersónur tóku af mér völdin

Katrín ásamt eiginmanni sínum, Hlyni, við Stonehenge, sem er í …
Katrín ásamt eiginmanni sínum, Hlyni, við Stonehenge, sem er í nágrenni þeirra.

„Þegar ég byrjaði að skrifa þessa sögu var eins og aðalpersónurnar væru að skrifa hana fyrir mig, mér leið eins og ég væri penninn sem þær notuðu til að segja sína sögu. Það kom mér á óvart hversu margar beygjur þessi saga tók. Þegar ég hafði lokið við að skrifa hana varð mér ljóst að ég hafði ekki séð fyrir hvað myndi gerast í framvindunni. Ég lagði af stað með ákveðna hugmynd sem vatt óvænt upp á sig.“

Þetta segir Katrín Lilja Kolbeinsdóttir sem búið hefur í Bournemouth á Englandi í rúmt ár ásamt eiginmanni sínum, Hlyni Hansen, en hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði með háskólanámi þar ytra sína fyrstu skáldsögu. Bókin ber titilinn, The Skeleton Sisters, en eins og titillinn gefur til kynna skrifaði Katrín hana á ensku og mun hún koma út á rafrænu formi hjá Amazon-vefsíðunni nú í desember.

„Ég gef þessa bók út sjálf og Hlynur sá um hönnun á bókarkápu. Ég ráðfærði mig við nokkra höfunda sem mæltu með því að gefa út með þessum hætti, því þá hefði maður meiri stjórn og frelsi í öllu ferlinu,“ segir Katrín sem hefur verið að skrifa frá því hún var lítil stelpa.

Sjá samtal við Katrínu Lilju í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert