Vita lítið um umfang tjónsins

mbl.is/Hari

Eigendur neðri hæðar Hvaleyrarbrautar 39, Dverghamrar ehf., hafa lítið fengið að vita um stöðu mála eftir að eldur kom upp á efri hæð hússins í gærkvöldi. 

Guðmundur Ragnar Guðmundsson, stjórnarformaður Dverghamra, segir brunann auðvitað mikið áfall en að það sé ekki ljóst hversu mikið tjón sé á neðri hæð hússins. „Það hefur enginn fengið að fara nálægt, ekki við heldur, svo við vitum í rauninni ekki neitt um það.“

Guðmundur segir að hann hafi einungis fengið upplýsingar um stöðu mála „úr blöðunum eða á fréttamiðlum.“

Hvað varðar þá sem leigja neðri hæð hússins segir Guðmundur að staðan sé sú sama hjá þeim og Dverghömrum. „Ég er búinn að frétta aðeins af þeim. Þeir vita ekkert heldur svo sem. Það verður sjálfsagt ekki fyrr en seinna í dag að maður viti eitthvað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert