„Vona að þetta verði komið fyrir miðnætti“

„Við skulum vona að þetta verði komið fyrir miðnætti, ef ekki þá höldum við bara áfram,“ segir Eyþór Leifsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsmenn eru enn að í Hafnarfirði eftir að stórbruni varð þar í iðnaðarhúsnæði í nótt.

Horn er á húsinu sem erfitt er að komast að. Slökkviliðsmenn vinna áfram að því, uns tekst að ráða niðurlögum eldsins. Annars mun ekki loga mikill eldur núna.

Verið er að dæla slökkvifroðu inn í horn hússins þar …
Verið er að dæla slökkvifroðu inn í horn hússins þar sem enn loga glæður. mbl.is/​Hari

Dæla inn slökkvifroðu

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er það aðeins þessi eini hluti sem á eftir að slökkva í, en aðgengi að því rými er mjög örðugt. Ekki hefur verið gripið til þess ráðs að brjóta veggi, að sögn varðstjóra.

Verið er að dæla inn slökkvifroðu og ef það ber ekki árangur munu slökkviliðsmenn þurfa að leita annarra leiða. Horfurnar munu þó vera sæmilega bjartar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert