Niðurstöður úttektar kynntar í dag

Tölvupóstur þess efnis var endur starfsfólki fyrirtækisins í morgun.
Tölvupóstur þess efnis var endur starfsfólki fyrirtækisins í morgun. mbl.is/Eggert

Niðurstöður innri endurskoðunar vegna úttektar á vinnustaðamenningu og einstökum starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur verða kynntar stjórum OR og Orku náttúrunnar í dag. Þær verða síðan gerðar opinberar.

Þetta staðfestir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, í samtali við mbl.is.

Tölvupóstur þess efnis var sendur starfsfólki fyrirtækisins í morgun, en Fréttablaðið greindi frá því. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, segir að sjálf hefði hún kosið að fara fyrst yfir málin með starfsmönnum en að tími til þess hafi ekki gefist.

Málið hófst með uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem gegndi starfi forstöðumanns hjá ON. Skömmu síðar var þáverandi framkvæmdastjóra ON sagt upp vegna óviðeigandi hegðunar. Í kjölfarið ákvað Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, að stíga til hliðar á meðan úttekt á vinnustaðamenningu yrði gerð og tók Helga Jónsdóttir tímabundið við stöðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert