Bráðaþjónusta hjartagáttar í Fossvogi

Landspítali háskólasjúkrahús í Fossvogi.
Landspítali háskólasjúkrahús í Fossvogi. mbl.is/Ómar

Frá og með laugardeginum 1. desember 2018 verður bráðaþjónusta hjartagáttar Landspítala staðsett á bráðamóttöku spítalans í Fossvogi.

Greint er frá þessu á vefsíðu Landspítalans. Þar segir enn fremur að allt kapp verði lagt á að tryggja öryggi og góða þjónustu við hjartasjúklinga þar.

Áfram verður rekin öflug dag- og göngudeildaþjónusta hjá hjartagátt við Hringbraut. Það er einungis bráðaþjónustan sem flytur kl. 16:00 föstudaginn 30. nóvember. Bráðaþjónustan verður í fullri virkni í Fossvogi frá og með laugardeginum 1. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert