Reykjavíkurborg vill fleiri konur í sorphirðu

Sorphirða er oft mikið verk.
Sorphirða er oft mikið verk. mbl.is/​Hari

Sorphirða Reykjavíkur auglýsir nú sérstaklega eftir konum til starfa í von um að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinarinnar.

Er um að ræða starf við hreinsun á blönduðum heimilisúrgangi og endurvinnsluefnum frá íbúðarhúsum í Reykjavík og verkefni sem því tilheyra. „Um er að ræða starf sem felur í sér hreyfingu og útiveru,“ segir í auglýsingu sorphirðunnar.

„Þetta tengist tilraunaverkefni borgarinnar um jafnari kynjahlutföll á þremur starfsstöðvum,“ segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert