Þakplötur að fjúka á Flateyri

Frá Akureyri í morgun.
Frá Akureyri í morgun. mbl.is/Þorgeir

Björgunarsveitarfólk hefur verið að störfum frá því í nótt en ekki hafa borist margar beiðnir um aðstoð það sem af er degi. Nú fyrir skömmu var óskað eftir aðstoð þeirra á Flateyri vegna foks á þakplötum.

Davíð Már Bjarna­son, upp­lýs­inga­full­trúi Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, segir að björgunarsveitarfólk hafi aðstoðað fólk sem hefur fest bifreiðar sínar í ófærð í kringum Dalvík og eins á Öxnadalsheiði. Þar var vegurinn lokaður en eitthvað var um að fólk hafi lagt á heiðina þrátt fyrir það. 

Jafnframt hefur þurft að koma ferðafólki til aðstoðar í nágrenni Vopnafjarðar en flest útköllin í dag hafa verið á Norður- og Norðausturlandi, auk Flateyrar á Vestfjörðum. 

Í nótt voru þrír hópar björgunarsveitarfólks að störfum á höfuðborgarsvæðinu vegna foks á lausamunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert