Ummælin hafi áhrif á þingstörfin

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býst við því að ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins í garð annarra stjórnmálamanna muni hafi áhrif á þingstörfin í vetur.

Þingmennirnir verði sjálfir að ákveða hvort þeim sé stætt á starfa áfram á Alþingi, að því er RÚV greindi frá.

Hún segir ummælin dapurleg. Þeir séu kjörnir fulltrúar sem hafi verið staddir í almannarými og haft niðrandi orðræðu um konur og aðra hópa. Hún segir „mjög dapurlegt að hafa orðið vitni af þessari orðræðu ekki síst ári eftir að við gengum í gegnum #metoo umræðuna í þessu samfélagi og ekki síst á vettvangi stjórnmálanna.“

Hún bætir við að málið sé hvorki gott fyrir stjórnmálin í heild sinni né Alþingi. Það muni væntanlega hafa áhrif á samskipti stjórnmálaflokka og stjórnmálafólks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert