Eftirlit með ölvunarakstri aukið

Reynslan sú að það er oft meira um ölvunarakstur í …
Reynslan sú að það er oft meira um ölvunarakstur í aðdraganda jólanna. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar að efla eftirlit með ölvunarakstri í desember og janúar, og þá sérstaklega um helgar. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri segir að um sé að ræða eðlilega aðgerð í aðdraganda jóla og að eftirlit verði með svipuðu sniði og undanfarin ár.

„Þetta er árstíðabundið og hefðbundið. Því miður er reynslan sú að það er oft meira um ölvunarakstur í aðdraganda jólanna,“ segir Ólafur Helgi í samtali við mbl.is.

Hann segir margt ýta undir það, sem sé miður, og á þar við viðburði á borð við jólahlaðborð. Lögreglan hvetur fólk til að skilja bílinn eftir heima.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert