Hvers vegna lifa sumir lengur en aðrir?

Fjölskyldan leggur áherslu á heilsusamlegt líferni og hefur góða aðstöðu …
Fjölskyldan leggur áherslu á heilsusamlegt líferni og hefur góða aðstöðu til þess heima fyrir. mbl.is/​Hari

Þau ætla að leggjast í heimshornaflakk með sonum sínum strax í upphafi nýs árs og kynna sér þá fimm staði í heiminum þar sem fólk lifir lengur en aðrir jarðarbúar.

„Þetta er í annað sinn sem við fjölskyldan höldum í langt ferðalag, fyrir áratug fórum við með þrjá syni okkar, sem þá voru 5, 9 og 11 ára, í ferðalag í heilt ár. Það var geggjuð ferð til Suður-Ameríku, eitt það besta sem við höfum gert. Svona ferð lifir svo lengi með okkur og við erum enn að tala um hana. Nú hefur fjórði sonurinn bæst í hópinn og hann hefur heyrt okkur tala svo mikið um þessa ferð að okkur langaði að leyfa honum líka að upplifa slíkt ævintýri,“ segir Guðjón Svansson, sem heldur snemma í janúar í fimm mánaða ferðalag út í heim ásamt konu sinni, Völu Mörk, og tveimur yngri drengjunum.

„Þeir eru 8 og 16 ára en eldri synirnir tveir koma ekki með í þessa ferð, enda orðnir fullorðnir. En þeir ætla þó kannski að kíkja á okkur eitthvað í ferðinni.“

Yngsti sonurinn er í grunnskóla og ætla foreldrarnir að sjá um kennsluna í heimaskóla. „Við gerðum það líka í fyrri ferðinni og það gekk vel. Við fáum námsefni frá skólanum með okkur og svo eru líka rafræn verkefni sem hann mun leysa. Við ætlum að hafa kennslu fyrir hádegi alla virka daga. Eldri strákurinn er á fyrsta ári í Verzló og hann verður í fjarnámi sem þar er boðið upp á.“

Einn mánuð á hverjum stað

Tilgangur ferðalagsins er ekki aðeins að fara á vit ævintýranna, heldur ætla þau Guðjón og Vala að heimsækja fimm staði í heiminum þar sem fólk lifir lengur en aðrir jarðarbúar og er við óvenju góða heilsu. „Þessir staðir eru kallaðir Blue Zones og ég heyrði fyrst af þeim í vor á ráðstefnu hjá VIRK þar sem hollensk kona sem er læknir sagði frá þeim. Við hjónin höfum mikinn áhuga á að kynna okkur hvað liggur að baki þessu langlífi og góðu heilsu, enda erum við áhugasöm um jákvæða heilsuuppbyggingu og höfum unnið að heilsutengdum málum undanfarin ár, bæði hjá okkur sjálfum og annars staðar, hún á Reykjalundi sem iðjuþjálfi og ég vinn hjá Hagvangi sem ráðgjafi fyrir starfsfólk sem vill ná sér í meiri orku og skila betri verkum, en líða betur á sama tíma.“

Fjölskyldan ætlar að dvelja í mánuð á hverjum af þessum fimm áfangastöðum.

Sjá viðtal við Guðjón og Völu Mörk í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert