Nístingskuldi á Mývatni

Það var kalt á Mývatni í dag. Mynd er úr …
Það var kalt á Mývatni í dag. Mynd er úr safni. mbl.is/Birkir Fanndal

Frost mældist á stærstum hluta landsins í dag og fór það í tveggja stafa tölu víða á norðan- og austanverðu landinu. Mesti kuld­inn á láglendi varð á Mývatni en þar mældust -22°C. Örlítið kaldara varð á hálendinu en frostið fór niður í -22,6°C í Möðrudal.

Spár gera ráð fyrir áframhaldandi kulda, sérstaklega í innsveitum á Norðausturlandi. 

Á morgun gengur í austan 8-13 m/s og gert er ráð fyrir éljum á Suðausturlandi og við suðurströndina, annars þurru að kalla. Snjókoma verður á Austfjörðum síðdegis.

Frost verður talsvert norðan heiða en það mun draga úr frosti syðra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert