Ein hraðfleygasta skrúfuvélin

Dornier 328-100. Flugvélin, sem ber einkennisstafina TF-ORI, tekur 32 farþega, …
Dornier 328-100. Flugvélin, sem ber einkennisstafina TF-ORI, tekur 32 farþega, er fljót í förum og hljóðlát. Ljósmynd/Birgir Steinar Birgisson

„Þetta er ein hraðfleygasta skrúfuvélin á markaðnum í dag. Hún er því mjög fljót í förum, þykir farþegavæn og er hljóðlát. Það má því í raun segja að þetta sé Rollsinn í þessum flokki flugvéla,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis um nýja viðbót við flota félagsins, farþegaflugvélar af gerðinni Dornier 328-100.

Vélin sem um ræðir ber einkennisstafina TF-ORI og var framleidd árið 1998. Kom hún hingað til lands um mánaðamótin maí-júní og hefur frá þeim tíma verið unnið að því að koma vélinni inn í kerfi félagsins og þjálfa bæði flugmenn og flugvirkja.

Hörður segir það vera heilmikið verk að koma nýjum flugvélum í þjónustu en nú sé biðin hins vegar á enda. Fer vélin því í fyrsta áætlunarflug sitt á vegum Flugfélagsins Ernis í dag og er áætluð brottför frá Reykjavík til Húsavíkur laust fyrir klukkan 16, að því er fram kemur í umfjöllun um þessa nýju flugvél í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert