Unnið að lokafrágangi ganganna

Snjónum hefur kyngt niður í Eyjafirði. Margir vilja fá að …
Snjónum hefur kyngt niður í Eyjafirði. Margir vilja fá að fara í gegnum göngin. Ljósmynd/Vaðlaheiðargöng

Það skýrist líklega í næstu viku hvenær hægt verður að opna fyrir umferð um Vaðlaheiðargöng, að sögn Valgeirs Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf.

„Við erum að ræða við verktakann um hvenær hann skilar verkinu,“ sagði Valgeir. „Þegar það liggur fyrir verður hægt að tilkynna opnun ganganna. Þetta er allt að koma. Þeir klára væntanlega í þessari viku að steypa vegaxlirnar. Þá verða ljósin, tengingar blásara og önnur rafmagnsvinna eftir. Svo þarf að tengja ljósleiðara og prófa kerfin. Ef það gengur mjög vel verða göngin opnuð fyrr en síðar.“

Bílar í forgangsakstri hafa fengið að fara í gegn. Þannig hafa a.m.k. tveir sjúkrabílar frá Húsavík og einn frá Vopnafirði farið í gegn. Einnig hafa nokkrir björgunarsveitarbílar í útköllum farið um göngin. Þeir þurfa þá að setja bláu ljósin á og aka varlega, því enn er mikið af vinnuvélum og tækjum á báðum akbrautum og menn víða að störfum. Hámarkshraðinn er nú 30 km/klst. í göngunum. Valgeir sagði að starfsmenn hefðu verið látnir vita af undanþágunni sem neyðarbílarnir nytu.

Vaðlaheiðargöng eru veggöng undir Vaðlaheiði, milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Göngin eru um 7,2 km í bergi milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals og heildarlengd vegskála er 280 m, samtals um 7,5 km. Með göngunum styttist vegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur um 16 km.

Fjarskiptastrengur settur upp í Vaðlaheiðargöngum.
Fjarskiptastrengur settur upp í Vaðlaheiðargöngum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert