Standa við bakið á Sigmundi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fulltrúar Miðflokksins í sveitarstjórnum standa almennt við bakið á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins, þrátt fyrir þátttöku hans í umræðunum á veitingastaðnum Klaustri.

Fáir vilja tjá sig efnislega um málið í samtölum við Morgunblaðið en enginn sem í náðist telur málið hafa áhrif á stöðu formannsins.

Viðar Freyr Guðmundsson, formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur, gerir greinarmun á þátttöku Sigmundar Davíðs og þeirra tveggja þingmanna sem hafa tekið sér leyfi frá þingstörfum, sérstaklega um persónu Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra. Hann vill að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason segi af sér þingmennsku vegna málsins, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Óeining er í stjórnarandstöðunni vegna málsins og hafa nokkrir þingmenn lýst því yfir að þeir muni ekki vinna með Klausturþingmönnum og muni ganga út úr þingsal þegar þeir taka til máls. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir að eina dæmið sem hann kunni um slíka frystingu sé þegar þingmenn kommúnista voru einangraðir eftir að þeir neituðu að fordæma innrás Rússa í Finnland á árinu 1939.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert