Viðtalið við Lilju „öflugt högg“

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra upplifir ofbeldi af hendi þingmanna …
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra upplifir ofbeldi af hendi þingmanna Miðflokksins. Skjáskot/ruv.is

„Þetta er einhver öflugasta framkoma stjórnmálamanns sem ég hef séð,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið um viðtal Kastljóss við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna Klausturmálsins svonefnda.

Þar lýsti hún upplifun sinni á ummælum þriggja þingmanna Miðflokksins í hennar garð og kallaði þá meðal annars ofbeldismenn sem boði hvorki stöðugleika né vinsemd. Ólafur segir hins vegar erfitt að meta áhrif viðtalsins á pólitíska framtíð þeirra þingmanna sem rætt var um í þættinum.

„Við höfum mörg dæmi um stjórnmálamenn sem hafa orðið fyrir miklum höggum en lifað þau af. Það er hins vegar augljóst að þetta var mjög öflugt högg þó of snemmt sé að segja til um langtímaáhrifin. Það má ekki gleyma að framtíð Sigmundar Davíðs og Miðflokksins ræðst ekki af því hvort mikill meirihluti þjóðarinnar hafi skömm á framkomu þeirra í þessu máli heldur hvort til sé nægjanlega stór hópur sem finnst í lagi að þeir haldi áfram í stjórnmálum. Sá hópur getur verið mikill minnihluti en það er í raun sá hópur sem ákveður þeirra framtíð.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert