Bóndadagurinn verður 25. janúar

Blóm eru gefin á bóndadaginn.
Blóm eru gefin á bóndadaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sums staðar á netinu og í einhverjum prentuðum dagbókum er að finna rangar upplýsingar um það hvenær bóndadagur er á næsta ári. Bóndadagur verður samkvæmt traustustu heimildinni, Almanaki Háskólans, 25. janúar 2018.

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu á laugardaginn segja Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson, umsjónarmenn almanaksins, að þeir hafi að undanförnu margsinnis verið spurðir um það, bæði símleiðis og með tölvupósti, hvenær bóndadagurinn verði á næsta ári.

Greinarhöfundar segja að Almanak Háskólans hafi lagt metnað sinn í að almanakið væri rétt og gæti verið traust heimild fyrir aðra útgefendur. Prentuð útgáfa almanaks 2019 sé fyrir löngu komin í bókabúðir. Í almanakinu er dagsetning bóndadags sýnd fjögur ár fram í tímann og hefur svo verið í fjölda ára. Fram kemur að bóndadagur getur aðeins fallið á dagana 19.-26. janúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert