Leggja til að nýtt torg heiti Boðatorg

Lagt er til að torgið nýja heiti Boðatorg.
Lagt er til að torgið nýja heiti Boðatorg. mbl.is/sisi

Verktakar vinna nú að því að útbúa nýtt torg á mótum Tryggvagötu og Geirsgötu, fyrir framan hið nýja 106 herbergja Exeter-hótel.

Fram kemur í gögnum frá Reykjavíkurborg að skrifstofa samgöngustjóra hafi lagt til að torgið fengi heiti Naustatorg.

Nafnanefnd Reykjavíkur þótti þetta heiti ekki eiga við, þar sem Naustin eru nokkru sunnar og austar, milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu. Leggur nafnanefndin til að umrætt torg fái heitið Boðatorg. Borgarráð mun eiga síðasta orðið um nafnið á torginu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert