Benedikt freistaði Foster

Óskarsverðlaunahafinn Jodie Foster.
Óskarsverðlaunahafinn Jodie Foster. mbl

„Þetta er bara búið að vera í ferli, hófst með herferð okkar eftir að Ísland tilnefndi kvikmyndina sem framlag til Óskarsverðlauna, þá sýndum við akademíumeðlimum hana og m.a. Jodie Foster. Það eru líka ákveðin persónuleg tengsl milli Jodie og fólks í mínu teymi. Þannig að Jodie kom á fyrstu sýninguna sem ég var viðstaddur og við töluðum saman þá strax.“

Þetta segir Benedikt Erlingsson leikstjóri þegar hann er spurður út í fyrirhugaða endurgerð bandarísku leikkonunnar og leikstjórans Jodie Foster á kvikmynd hans Kona fer í stríð.

Benedikt segist hafa sagt við Foster að ef einhverjum dytti í hug að endurgera kvikmyndina þætti honum hún passa best í aðalhlutverkið, hlutverk baráttukonunnar Höllu. Jodie var sammála því, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert