Fjórir mánuðir fyrir hótanir og fíkniefnabrot

mbl.is

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hótanir og fíkniefnabrot. Þá voru gerð upptæk hjá honum tæplega 900 grömm af kannabisefnum og fjórar kannabisplöntur. Maðurinn játaði brot sín skýlaust, en hann hefur frá árinu 2013 fengið tvo dóma og verið sektaður sex sinnum fyrir fíkniefnatengd mál.

Fram kemur í dóminum að maðurinn hafi sent tölvupósta með hótunum á brotaþola málsins. Kom þar meðal annars fram:  „Djöfulin þarf að kála fólki eins og þér“, „Skyyyytt ykkur oll og drepeeep mig svooo hahaha…“ og   „Ttuuu oggg fjolsssyndaaaan muuunu drepppas…“.

Voru þessi skilaboð talin til þess fallin að brotaþolinn mætti óttast um líf, heilbrigði og velferð sitt og fjölskyldu sinnar.

Sem fyrr segir játaði maðurinn brotin og var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi auk þess sem fíkniefni og hundrað þúsund krónur voru gerðar upptækar. Þá var manninum gert að greiða brotaþola hundrað þúsund krónur í bætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert