Harður árekstur á Gaulverjabæjarvegi

Ekki er vitað um slys á fólki að svo stöddu.
Ekki er vitað um slys á fólki að svo stöddu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Tveggja bíla árekstur varð á Gaulverjabæjarvegi skammt frá Hraunsá nú rétt fyrir kl. 17. Slökkvilið, ásamt lögreglu og sjúkraflutningafólki, er á staðnum og unnið er að því að ná fólki út úr bílunum með klippum.

Þetta staðfestir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá brunavörnum Árnessýslu.

Ekki er vitað um slys á fólki að svo stöddu, en vegurinn er lokaður vegna slyssins.

Uppfært kl. 17:35: Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið send á vettvang. Einn var í hvorum bíl og er klippuvinnu slökkviliðs lokið. 

Upphaflega var greint frá því að árekstur hefði orðið á Stokkseyrarvegi. Rétt er að hann varð á Gaulverjabæjarvegi, sem enn er lokaður og má búast við því að hann verði áfram lokaður vegna rannsóknarvinnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert