„Kanarítölur“ á Siglufirði

Veður var gott á Siglufirði í gær. Mynd úr safni.
Veður var gott á Siglufirði í gær. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þarf einhver til Kanarí á svona degi?“ Þannig hefst Facebook-færsla Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings í gærkvöldi. Talsverður hiti mældist víða um land í gær en hæstur varð hann 13,6 stig rétt norðan við Siglufjörð.

Þrátt fyrir að hitinn sé ef til vill óvenjuhár miðað við árstíma skrifar Einar að hann hefði getað búist við hærri tölum miðað við vindstyrk og frostmarkshæð.

Helst hafi vantað snarpari golu á Norðurlandi síðdegis til að blanda mestu hlýindunum niður.

Einnig bendir Einar á að flesta næstu daga, fram til 21. desember, verði ágætur strekkingur á landinu og stundum hvassara en það. Hitatölur verði lengst af yfir frostmarki á landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert