„Algjörlega óforsvaranlegt“

Sigríður Andersen.
Sigríður Andersen. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi að hægt sé að rekja mjög viðkvæmar persónuupplýsingar til fólks sem hefur borið vitni í dómsmálum og að hægt sé að nota upplýsingarnar til að skaða viðkomandi einstaklinga.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði að þegar dómar eru birtir er óhjákvæmilega fjallað um viðkvæmar persónuupplýsingar. Oft er vísað til sjúkrasögu viðkomandi. Hún sagði „algjörlega óforsvaranlegt“ að birtar séu slíkar upplýsingar í reifun dóma. „Birting dóma má ekki verða til þess að menn veigri sér yfirhöfuð með að fara fyrir dóm með sín mál,“ sagði hún.

Guðmundur Ingi Kristinson, þingmaður Flokks fólksins.
Guðmundur Ingi Kristinson, þingmaður Flokks fólksins. mbl.is/Hari

Guðmundur Ingi minnist á fyrirtækið Fons Juris og sagði að þar geti sá sem kaupir aðgang séð viðkvæmar persónuupplýsingar og sjúkraupplýsingar fólks úr dómum.

Sigríður benti á að gagnasafnið sem þar er að finna nái til dóma sem þegar hafa verið birtir á netinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert