Fanney Birna lét af ritstjórastörfum

Fanney Birna Jónsdóttir lét af störfum sem aðstoðarritstjóri Kjarnans í október, eftir 10 mánaða starf. Hún hefur meðfram þeim störfum stýrt umræðuþættinum Silfrinu aðra hvora helgi á RÚV, nokkuð, sem hún mun halda áfram að gera. Hlutur hennar í Kjarnanum, sem nemur 0,97% eignarhaldi, helst þá óbreyttur um sinn.

„Ég hætti í mikilli sátt og í samráði við eigendur og ritstjóra,“ segir Fanney í viðtali við mbl.is. Hún segir að álagið hafi einfaldlega verið of mikið að vera bæði aðstoðarritstjóri hjá Kjarnanum og að stýra Silfrinu á RÚV.

„Það var bara of mikið að sinna þessu hvoru tveggja og ég neyddist því miður til þess að taka ákvörðun,“ segir hún. Nú verður hún áfram verktaki fyrir RÚV og sér um Silfrið til móts við Egil Helgason. Einnig kveðst hún hafa verið að sinna einhverjum afleysingastörfum fyrir RÚV, sem hún mun gera nokkuð af áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert