Lá fastur undir stálbitanum

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins. Mynd úr safni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins. Mynd úr safni. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Maðurinn sem slasaðist í gær við að fá stálbita ofan á sig er töluvert slasaður á sjúkrahúsi. Hann var við störf á vélaverkstæði í Tungunum í Árnessýslu er 500 kg stálbiti valt ofan á hann.

Bitinn var skorðaður á trékubbum sem hafði verið raðað undir hann og þar af valt hann yfir á manninn sem var að vinna við bitann. Maðurinn festist undir bitanum þar til öðrum starfsmanni tókst að velta bitanum af honum.

Maðurinn var flutt­ur með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á bráðamót­töku Land­spít­al­ans á sjöunda tímanum í gær. Óljóst er um meiðsli hans og ástand en talið er að hann sé töluvert slasaður. Lögreglan á Suðurlandi veitti mbl.is upplýsingar um málið.

Enn er eftir að taka skýrslu af manninum svo nokkuð sé unnt að fullyrða um tildrög slyssins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert