47 milljónir vegna myglu á skrifstofu

Kirkjustræti 10 (græna byggingin).
Kirkjustræti 10 (græna byggingin). mbl.is/Hanna

Gerð er tillaga um 30 milljóna króna aukafjárveitingu til Alþingis sem að langmestu leyti skýrist af ófyrirséðum útgjöldum vegna viðgerðar á skrifstofuhúsnæði við Kirkjustræti 10. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar við fjáraukalög. 

Viðgerðir á skrifstofuhúsnæði þingsins við Kirkjustræti 10 voru mun umfangsmeiri en talið hafði verið og kostnaður vegna verksins tvöfaldast. Mygla kom upp í húsinu og óhjákvæmilegt var að ráðast í viðgerðir. 

Vegna þess að viðgerðirnar eru umfangsmeiri en talið hafði verið óskar meirihluti fjárlaganefndar eftir 30 milljóna króna aukafjárveitingu þar sem ekki er svigrúm í rekstri til að mæta þeim kostnaði.

Haft er eftir Helga Bernódussyni, skrifstofustjóra Alþingis, á vef RÚV að heildarkostnaður við framkvæmdina sé um 47 milljónir en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir rúmum 20 milljónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert