Dæmdur fyrir að taka vörur út í óleyfi

Héraðsdómur Vestfjarða.
Héraðsdómur Vestfjarða. Bæjarins besta

Héraðsdómur Vestfjarða dæmi í dag karlmann á nítjánda aldursári í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að nýta viðskiptakort fyrirtækis í eigin þágu í heimildarleysi. Greiddi maðurinn fyrir vörur og þjónustu fyrir rúmlega 300 þúsund krónur á rúmlega tveggja mánaða tímabili í sumar.

Maðurinn mætti ekki við þingfestingu málsins og var það því dæmt að honum fjarstöddum. Þykir sannað að hann hafi gerst sekur um háttsemina sem hann var ákærður fyrir og þótti hæfileg refsing þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hefur hann ekki unnið sér til refsingar áður samkvæmt sakavottorði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert