Fá að ávísa getnaðarvarnarlyfjum

Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður mega ávísa getnaðarvarnarlyfjum.
Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður mega ávísa getnaðarvarnarlyfjum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum, sem hafa sérstakt leyfi landlæknis og starfa þar sem heilsugæslu-, kvenlækninga- eða fæðingarþjónusta er veitt, verður heimilt að ávísa hormónatengdum getnaðarvarnarlyfjum.

Alþingi samþykkti í gær stjórnarfrumvarp þar að lútandi með 54 atkvæðum.

„Við fögnum þessu mjög og segjum að þetta hafi verið löngu tímabært,“ sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. „Við erum með lengstu menntun allra ljósmæðra í heimi og lyfjafræði er heilmikill kúrs í hjúkrunarnámi. Mér finnst eðlilegt að við sem erum í sambandi við allar þessar konur getum skrifað út getnaðarvarnir. Við veitum þessa ráðgjöf en höfum ekki getað gefið lyfseðil fyrr en nú.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Áslaug að ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafi barist fyrir þessu áratugum saman og það hafi verið tímabært að þetta færi í gegn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert