Færri nýskráningar í jólaaðstoð

„Það eru ekki eins margir nýir og við höfum oft verið að skrá,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, þar sem frestur til að sækja um jólaaðstoð rennur út í dag. Tilfinningin sé sú að jafnvel séu þeir færri sem þurfi að sækja um úrræðið í ár en áður en ekki er búið að taka saman nákvæmar tölur um aðsóknina í ár.

Fólk getur sótt um að fá föt, leikföng og annað smálegt til að halda upp á jólin en mesta aðstoðin felst í gjafakortum í matvöruverslunum svo að fólk fari ekki á mis við jólamatinn um hátíðirnar.

mbl.is kom við í Grensáskirkju við Háaleitisbraut þar sem opið verður fyrir umsóknir til kl. 15 í dag en úthlutanir fara fram í næstu viku. Upplýsingar um jólaaðstoðina um land allt er að finna á vef Hjálparstarfsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert