Styrkir Mæðrastyrksnefndir og Fjölskylduhjálp Íslands

Sjálfboðaliðar Mæðrastyrksnefndar Kópavogs sjást hér að störfum við matarúthlutun í …
Sjálfboðaliðar Mæðrastyrksnefndar Kópavogs sjást hér að störfum við matarúthlutun í desember. Þangað berast að jafnaði 160-170 umsóknir fyrir jólin og á bak við hverja umsókn er 3-6 manna fjölskylda. Ljósmynd/Aðsend

Mjólkursamsalan styrkir Mæðrastyrksnefndir og Fjölskylduhjálp Íslands fyrir jólin sem nemur um tveimur milljónum króna í formi vöruúttektar.

Skiptist styrkurinn á milli Fjölskylduhjálpar Íslands og Mæðrastyrksnefnda í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Við gerum allt hvað við getum til að vísa engum frá og erum þakklát fyrirtækjum eins og Mjólkursamsölunni, sem og einstaklingum sem leggja okkur, og þar með fjölskyldum í neyð, lið með bæði vöru- og fjárstyrkjum,“ er haft eftir Ragnheiði Sveinsdóttur, gjaldkera Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert