Syngjandi heimilislæknir

Anna Kristín Þórhallsdóttir með Kammerkór Reykjavíkur og skólakór Háteigsskóla.
Anna Kristín Þórhallsdóttir með Kammerkór Reykjavíkur og skólakór Háteigsskóla. mbl.is/​Hari

Jólatónleikar Kammerkórs Reykjavíkur, „Kátt er um jólin“, verða í Laugarneskirkju á sunnudag og verður Anna Kristín Þórhallsdóttir, sópran og sérfræðingur í heimilislækningum, gestasöngvari.

„Í þessu starfi er nauðsynlegt að hafa eitthvað til þess að næra líkama og sál eftir amstur dagsins,“ segir Anna Kristín. „Sem læknir vinn ég mikið með lífsstílssjúkdóma þar sem hollt mataræði, reglubundin hreyfing, góður svefn og hugarró eru aðalatriðin sem þarf að vinna með. Nauðsynlegt er fyrir alla að huga að vel að þessum þáttum. Söngurinn er afar góður hvað þetta varðar. Það er ákveðin hreyfing en mikilvægust er þessi hugarró, núvitund þar sem við erum bara hér og nú, öndum djúpt og slökum. Auk þess erum við líka félagsverur og sönglífinu fylgir mjög góður félagsskapur.“

Tónlist hefur verið rauður þráður í lífi Önnu Kristínar. Hún byrjaði í píanó- og flautunámi og fylgdist með Björgu, systur sinni og óperusöngkonu, á söngæfingum. Þórhallur Höskuldsson, faðir þeirra, var prestur, sem varð til þess að Anna Kristín sótti kirkju reglulega og söng í kórum. Fyrir bragðið fór hún bæði á náttúrufræði- og tónlistarbraut í Menntaskólanum á Akureyri.

Sjá samtal við Önnu Kristínu í heild á baksíðu Morgunblaðins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert