Gospelsöngurinn kallar fram gæsahúð

Óskar Einarsson stjórnaði kór Lindakirkju í gærkvöldi á tvennum jólatónleikum, …
Óskar Einarsson stjórnaði kór Lindakirkju í gærkvöldi á tvennum jólatónleikum, fyrir fullu húsi. mbl.is/​Hari

Jólaandinn var allsráðandi á aðventukvöldi sem fram fór í Lindakirkju í Kópavogi í gærkvöldi þar sem kór Lindakirkju söng fjölbreytt jólalög og sálma undir stjórn Óskars Einarssonar að 900 gestum viðstöddum.

„Ég hef aldrei haft eins stóra aðventuhátíð áður. Það eru yfir 100 manns á sviðinu, kórar og fólk sem tengist Lindakirkju,“ segir Óskar. Kór Lindakirkju, unglingagospelkór Lindakirkju og nýstofnaður barnakór Lindakirkju komu fram á tónleikunum.

Aðspurður hvort sviðið rúmi svo marga segir Óskar að kirkjan sé vel undir það búin og bætir við að hún sé orðin mjög vinsæl fyrir tónleikahald, enda sé hún búin frábæru hljóðkerfi og nýjum flygli.

„Ég mun spila í fimm guðsþjónustum og messum um jólin, þremur á aðfangadag,“ segir Óskar og bætir við að tímabilið sé skemmtilegt.

Sjá viðtal við Óskar í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert