Mennirnir tveir fundnir á Kirkjufelli

Kirkjufell við Grundarfjörð.
Kirkjufell við Grundarfjörð. mbl.is/RAX

Mennirnir tveir sem óskuðu aðstoðar eftir að hafa villst af leið er þeir voru við göngu á Kirkjufelli við Grundarfjörð síðdegis í dag eru báðir fundnir og á leið niður af fjallinu. Annar mannanna fannst rétt fyrir klukkan 17 en hinn fannst skömmu síðar. Björgunarsveitarmenn fylgja þeim niður af fjallinu.

Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir í samtali við mbl.is að mennirnir hafi orðið viðskila, sem sé ekki æskilegt, en ekki er vitað af hverju það gerðist.

Hann segir, án þess að vilja staðfesta það algjörlega, að líklega hafi verið um erlenda ferðamenn að ræða, sem ekki hafi áttað sig á því hve aðstæður á Kirkjufelli gætu orðið varasamar.

„Þetta er bara drulluerfitt fjall í svona aðstæðum, það er vindur og rennblautt gras,“ segir Jónas og bætir við að einungis vanir göngumenn sem þekki fjallið vel eigi að vera þarna á ferðinni við þessar aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert