Útköll vegna veðurs í Reykjavík

Bálhvasst var á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi.
Bálhvasst var á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. mbl.is/Hari

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum í gærkvöldi tengdu rokinu. Meðal annars fuku þakplötur og stórt tré riðaði til falls.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að útköllin bárust á tímabilinu 19-22. 

Í Kópavogi var skilti og þakplötur að fjúka. Í hverfi 113 fauk hurð á bifreiðastæði upp. Í hverfi 104 var stórt tré að falla og í hverfi 101 var tilkynnt um auglýsingadúk sem var að fjúka.

Spáð er áframhaldandi rigningu og vatnavöxtum í ám á Austfjörðum og auknum líkum á aurskriðum og krapaflóðum. Hvergi er varað við veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert