Stór samningur Mentis Cura í Japan

Mentis Cura greinir ýmsar heilabilanir út frá heilalínuritum.
Mentis Cura greinir ýmsar heilabilanir út frá heilalínuritum.

Norsk-íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Mentis Cura undirritaði í gær stóran samning við japanska fyrirtækið Nihon Medi-Physics. Norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv segir að verðmæti samningsins sé nærri einn milljarður norskra króna (nærri 14 milljarðar íslenskra króna) á næstu tíu árum.

„Þetta er mjög stór áfangi fyrir okkur,“ segir Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, stjórnarmaður í Mentis Cura. Hún segir að félagið hafi þróað aðferð til að greina mismunandi gerðir heilabilunar út frá heilalínuritum. „Þessi hugbúnaður hefur verið notaður á Íslandi í þónokkur ár,“ segir Guðbjörg í iumfjöllun um samning þennan í Morgunblaðinu í dag.

„Við höfum unnið að því að koma þessu á markað erlendis og höfum unnið að því í nærri tvö ár að semja við Japani. Japanir eru fjölmenn þjóð og verða mjög gamlir. Heilabilun er stórt vandamál og algengt í Japan. Við töldum að Japan gæti verið heppilegur markaður. Nú hefur það ánægjulega gerst að við höfum undirritað þar samning um þetta verkefni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert