Varað við mögulegum aurskriðum

Það hefur verið úrkoma víða um land.
Það hefur verið úrkoma víða um land. mbl.is/​Hari

Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn gera ráð fyrir suðaustanátt á landinu. Vindur verði víða 10-15 m/s, riging eða skúrir í nótt en úrkomulítið á Norðurlandi og hiti á bilinu 3 til 8 stig. 

Spá morgundagsins gerir ráð fyrir austanátt, 5-13 m/s. Rigning verði eða skúrir á morgun, einkum suðaustanlands. Hægari vindur fyrir norðan, þurrt og kólnandi veður.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert